UM FÉLAGIÐ

Félag um leiklist í skólastarfi (FLISS) var stofnað af leiklistarkennurum árið 2005 í kjölfar aukinnar leiklistarkennslu í grunnskólum landsins. Í upphafi hafði félagið að leiðarljósi að stuðla að eflingu leiklistar í öllu skólastarfi og að leiklist yrði tekin upp sem ein af listgreinum grunnskólanna. Það markmið varð að veruleika með nýjum grunnskólalögum 2013. FLISS var í upphafi ætlað kennurum sem áhuga höfðu á leiklist í skólastarfi og vettvangur til að styrkja viðleitni þeirra og sýn í því starfi.

Í dag er FLISS fagfélag innan KÍ og opið öllum sem hafa lokið fullgildu kennaraprófi með sérþekkingu í leiklist, þeim sem hafa lokið kennsluréttindanámi á sviði leiklistar frá LHÍ, þeim sem hafa lokið leiklistarnámi með fullgild kennsluréttindi eða sambærileg próf eða reynslu að mati stjórnar félagsins.

Markmið félagsins í dag er m.a. að vinna að eflingu leiklistarkennslu og leiklistar á öllum skólastigum í íslensku skólakerfi, auk þess að efla og fylgja eftir kennslu leiklistar sem sjálfstæðrar listgreinar og gæta þess að samfella sé á milli skólastiga. Félagið heldur einnig úti vinnustofum fyrir félagsmenn og miðlar upplýsingum um ýmis mál er varða leiklistarkennslu.

The Icelandic Drama and Theater in Education Association – FLISS

The Association for Theatre and Drama Teaching in the Icelandic School System, FLISS, was established by Icelandic drama teachers in 2005 as a response to increased interest in the teaching of drama in Icelandic schools.

In the beginning, the aim was to strengthen and augment the use of theatre and drama in schools, with the idea of drama becoming an independents subject in the curriculum of the basic education (6 years to 16 years). The association was to be a forum for all teachers interested in theatre and drama in education; a place where they could strengthen their visions and contribute to their common interest of creating more space for drama in the schools.

In 2013 drama was accepted as an independent subject into the Icelandic curriculum. By then it had secured a standing among the other arts and crafts subjects and a dedicated place and time on the regular course schedule of the school system. Today, the main goal of the association has shifted towards further establishing the subject of drama in the educational system.

Today FLISS has become a professional association, one of several associations of teachers forming the umbrella organisation of The Icelandic Teachers‘ Union. It is open to anyone who has a diploma in drama teaching from The Icelandic Academy of the Arts; those who have a degree in drama with a diploma in teaching, or who are judged to have the equivalent education or experience by the board of FLISS.

The aim of the association today is to work for the strengthening of theatre and drama teaching at all school levels in the Icelandic school system. It also aims to increase the teaching of drama as an independent subject of arts and seeks continuity between school levels from primary school to university. The assoiation also runs workshops and disseminates infomation about theatre and dramateaching among its members and to society at large.

STJÓRN OG NEFNDIR

Ása H. Proppé Ragnarsdóttir

Ása H. Proppé Ragnarsdóttir

Formaður - asahragn@hi.is

Ása H. Proppé Ragnarsdóttir er fædd 1949. Hún er menntaður leikari frá Leiklistarskóla Íslands (1979). Ása Helga er með B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands (1996) ásamt því að vera með meistarapróf frá University of Warwick, Englandi í Drama and Theatre Education. Ása Helga starfar sem kennari við Háskóla Íslands, menntavísindasvið.

Sigga Birna Valsdóttir

Sigga Birna Valsdóttir

Meðstjórnandi - sbvalsdottir@gmail.com

Sigríður Birna Valsdóttir er fædd 1973. Hún er leiklistarmeðferðarfræðingur, fjölskyldufræðingur og kennari. Hún hefur starfað sem leiklistarkennari í Hagaskóla í 15 ár, þar kennir hún leiklist í unglingadeild og hefur leikstýrt 10 stórum söngleikjum með nemendum. Hún starfar líka sem ráðgjafi hjá Samtökunum ´78 og leiðir sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga í Foreldrahúsi. Sigríður Birna er með B.Ed próf frá kennararháskóla Íslands (1998) og meistarapróf frá New York háskóla í leiklistarmeðferð (2002), þar tók Sigríður líka nokkur námskeið í Educational Drama deild skólans. Hún er líka með Diploma frá Háskóla Íslands í Fjölskyldumeðferð (2009).

Magnús Jóhannes Magnússon

Magnús Jóhannes Magnússon

Varamaður í stjórn - magnus@barnaskolinn.is

Magnús J. Magnússon er fæddur á Akureyri 1954. Hann hefur starfað með áhugaleikfélögum síðan 1970 og tekið þátt í ótal leiklistarnámskeiðum af öllu tagi síðan þá. Hóf kennslu 1975 og  starfaði sem kennari til 1999 og skólastjórnandi síðan.  Magnús J. er með B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands (1983) ásamt því að vera með meistarapróf í stjórnun menntastofnanna frá HÍ (2014). Hann hefur sett upp sýningar fyrir áhugaleikfélög en hefur aðallega sett upp sýningar í unglingadeildum grunnskóla og hjá framhaldsskólum. Einnig samið leikrit fyrir grunn- og framhaldsskóla. Hann hefur verið í verkefnstjórnum Þjóðleiks frá 2009 og stýrir hefur stýrt Þjóðleik á Suðurlandi frá 2013. 
Starfar við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Aníta Ómarsdóttir

Aníta Ómarsdóttir

Gjaldkeri - anita@hraunvallaskoli.is

Aníta Ómarsdóttir útskrifaðist sem kennari frá HÍ 2009 með leiklist, tónlist og dans sem kjörsvið. Hún kennir leiklist í 5. – 10. bekk við Hraunavallaskóla í Hafnarfirði.

Hákon Sæberg

Hákon Sæberg

Ritari

Ólafur Guðmundsson

Ólafur Guðmundsson

Varamaður í stjórn - oli@mh.is

Ólafur Guðmundsson er leikari og leiklistarkennari. Hann starfar sem leiklistarkennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hann kennir auk þess börnum og unglingum sjálfssyrkingu hjá Foreldrahúsi ásamt því að kenna íslensku fyrir útlendinga og starfrækja leiklistarnámskeið fyrir fullorðna. Hann lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1989, kennsluréttindanámi frá Kennaraháskóla Íslands 2003 og er með meistaragráðu í hagnýtri leiklist frá Lundúnaháskóla. Hann tók þátt í stofnun FLÍSS 2005 og var fyrsti formaður félagsins. Hans helstu áhugamál eru leiklist sem leið til sjálfsræktar og mannskilnings, tungumál og menning og lýðræðisleg vinnubrögð.

Vigdís Gunnarsdóttir

Vigdís Gunnarsdóttir

Meðstjórnandi

Vigdís útskrifaðist sem leikkona frá Leiklistarskóla Íslands árið 1993 og lék hjá Þjóðleikhúsinu fram til ársins 2003. Hún lauk meistaranámi í skrifum og leikstjórn fyrir sjónvarp frá Golsmiths Collage, University of London, árið 2002 og diplómanámi í listkennslu frá listkennsludeild LHÍ árið 2013. Nýverið tók hún við starfi fagstjóra sviðslista við listkennsludeildina. Samhliða kennslu við listkennsludeildina starfar Vigdís sem leiklistarkennari við leiklistardeild Fjölbrautarskólans í Garðabæ. Auk þess vinnur hún sem “freelance” leikkona og er meðlimur í hljómsveitinni Heimilistónar.

LÖG FÉLAGSINS

1. gr.

Félagið heitir: Félag um leiklist í skólastarfi FLÍSS. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

Félagar geta orðið þeir sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:

a) Hafa lokið fullgildu kennaraprófi með sérþekkingu í leiklist

b) Hafa lokið kennsluréttindanámi á sviði leiklistar frá LHÍ.

c) Hafa lokið leiklistarnámi með fullgild kennsluréttindi.

d) Hafa sambærileg próf eða reynslu að mati stjórnar félagsins.

Aukaaðilar að félaginu geta allir aðrir orðið sem áhuga hafa á eflingu leiklistar í skólastarfi. Þeir hafa rétt til að taka þátt í starfi félagsins en hafa ekki kjörgengi eða atkvæðisrétt

2. gr.

Tilgangur félagsins er:

Að vinna að því að leiklistarkennsla og leiklist í námi eflist á öllum skólastigum í íslensku skólakerfi. • Efla og fylgja eftir kennslu leiklistar sem sjálfstæðrar listgreinar í íslensku skólakerfi og gæta þess að samfella sé á milli skólastiga. • Stuðla að útbreiðslu leiklistar í námi í hinum ýmsu kennslugreinum skólanna. • Efla kennslu leiklistar og leiklistartengdra faga  í framhaldsskólum. Stuðla að námsefnisgerð fyrir leiklistarkennslu og leiklist í námi. Stuðla að eflingu menntunar á sviði leiklistarkennslu. • Að vægi leiklistar í námi aukist í kennaramenntun. • Að starfandi kennarar eigi greiðan aðgang að menntun á sviði leiklistarkennslu. • Að leiklistarmenntuðu fólki gefist áfram kostur á að útskrifast sem leiklistarkennarar frá LHÍ.  Efla umræðu í samfélaginu öllu um mikilvægi leiklistar í námi fyrir börn og unglinga. • Efla umræðu í skólakerfinu um leiklist og notkun leiklistar í námi. • Vekja kennara til umhugsunar um þýðingu þess að nota aðferðir leiklistar í skólastarfi. • Vekja ráðamenn og  þá sem stýra atvinnulífinu til umhugsunar um mikilvægi leiklistar í skólastarfi. • Skrifa greinar um leiklist í skólum í blöð og tímarit og efla umfjöllun um hana í öllum fjölmiðlum.  Hvetja til rannsókna á áhrifum leiklistar á námsgetu og lífsleikni.  Koma á samskiptum við leiklistarkennara og samtök þeirra í öðrum löndum. 

3. gr.

Stjórn

Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi og hana skipa fimm einstaklingar. Formaður er kosinn í sérstakri kosningu á aðalfundi, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Á aðalfundi eru ennfremur kosnir tveir skoðunarmenn reikninga. Starfstímabil stjórnar er eitt ár. Við endurkjör skulu sitja a.m.k. tveir úr fráfarandi stjórn.

 4. gr.

Fundir félagsins.

Aðalfund skal halda að hausti og skal hann boðaður með a.m.k. fjögurra vikna fyrirvara. Í fundarboði skal tilgreina fundarstað, fundartíma og dagskrá fundarins. Fundarboði skal fylgja fundargerð síðasta aðalfundar og reikningar félagsins, svo og framkomnar lagabreytingatillögur. Tillögur um lagabreytingar skulu sendast stjórninni í síðasta lagi 6 vikum fyrir aðalfund. Í fundarboði fyrir aðalfund skal óskað eftir framboðum til stjórnar og skal framboð liggja fyrir á aðalfundi.

Félagsfundir skulu haldnir hvenær sem stjórnin telur ástæðu til eða samkvæmt ósk 1/3 hluta félagsmanna.

Formaður gerir tillögu um fundarstjóra fyrir hvern fund og þarf hann samþykki fundarmanna.

Á aðalfundi þarf 2/3 hluta atkvæða til að samþykkja lagabreytingar en í öðrum málum nægir meirihluti atkvæða.

Félagsgjöld skulu ákveðin á aðalfundi.

5. gr.

Aðalfundur.

Aðalfundur hefur á hendi æðsta vald félagsins.Á aðalfundi skulu tekin fyrir eftirfarandi mál:

1. Skýrsla formanns

2. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til afgreiðslu.

3. Skýrslur nefnda.

4. Lagabreytingar.

5. Kosningar:

a)      Stjórnarkosningar: Stjórn félagsins skipa fimm einstaklingar: formaður, ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur.

Formaður skal kosinn til tveggja ára í senn.

Ritari, gjaldkeri og meðstjórnendur skulu kosnir til tveggja ára í senn. Enginn má vera lengur en fjögur ár í röð í sama stjórnarsæti.

b)      Kosning skoðunarmanna reikninga. Skoðunarmenn skulu vera tveir og einn til vara. Einnig skal kosið tvo varamenn í stjórn sem þó hafa ekki atkvæðisrétt á stjórnarfundum

c)      Kosning í nefndir:

Kosið skal í nefndir eftir verkefnum hverju sinni. Heimilt er að kjósa í nefndir á almennum félagsfundum. Stjórn félagsins hefur sömuleiðis heimild til að skipa í nefndir ef þurfa þykir

d)     Sé ekki um mótframboð til embætta að ræða telst sjálfkjörið í þau.

6. Ákvörðun um félagsgjald.

7. Önnur mál

 

6.gr.

Fundargerðir

Rita skal fundargerðir félagsfunda. Stjórnin skal halda sérstaka fundargerðir um stjórnarfundi. Útdráttur úr fundargerð aðalfundar skal sendur til félagsmanna.

 

7.gr.

Bókhald

Reikningsár félagsins miðast við almanaksár. Reikningar félagsins skulu yfirfarnir af skoðunarmönnum reikninga.

 8. gr. Félagið verður því aðeins lagt niður að tillaga þess efnis sé samþykkt á aðalfundi eftir sömu reglum og tilgreindar eru í 4. grein þessara laga. Á þeim fundi verður eignum félagsins  ráðstafað og gerðar aðrar nauðsynlegar ráðstafanir vegna félagsslitanna. Eignir félagsins munu renna til Félags Íslenskra leikara /Kennarasambands Íslands.  Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi félagsins 8. nóvember 2005 og öðlast þegar gildi. Samþykkt af stjórn Ólafur Guðmundsson formaður Ása Helga Ragnarsdóttir gjaldkeri  Guðný María Jónsdóttir ritari Guðbjörg Árnadóttir meðstjórnandi Ásgeir Sigurvaldason meðstjórnandi. 

Lög þessi tóku breytingum á aðalfundi FLÍSS sem haldin var 12. mars 2014.

Sendu okkur póst

2 + 6 =

Pin It on Pinterest

Share This