FORSÍÐA

Vinnusmiðja um trúðaleik 24. maí kl. 19:30 – 22:00

TRÚÐUR AF LÍKAMA OG SÁL Ágústa Skúladóttir kynnir hugarheim leikhústrúðsins og þau lögmál sem ríkja í raunveruleika hans. Hver er afstaða trúðsins til umheimsins? Hvernig tjáir trúðurinn tilfinningar sínar? Og hvað er leikhústrúður yfirleitt? Ágústa mun fara í gegnum mismunandi hefðir og hugmyndir um trúð og trúðleik og kenna nokkrar gagnlegar æfingar. Námskeiðið verður fróðlegt og gagnlegt, en fyrst og síðast skemmtilegt. Komum í fötum sem þægilegt er að hreyfa sig í – og svo skulum við reikna með nýrri reynslu, nýjum skilningi og futrúðarllt af trúðakærleik.

 

Vinnusmiðjan er í boði FLÍSS og verður haldin í leiklistarstofu í kjallara Hagaskóla.

Pin It on Pinterest

Share This