Málþing

Leiklist – afl til menntunar

Þann 19. nóvember næstkomandi stendur FLÍSS, félag um leiklist í skólastarfi fyrir málþingi um mikilvægi leiklistar í skólastarfi. Síðasta vetur kannaði FLÍSS stöðu leiklistarkennslu í skólum á Íslandi. Á málþinginu mun Ása Helga Ragnarsdóttir formaður FLÍSS fara yfir niðurstöður þeirrar könnunar en það er ljóst að staðan er ekki ásættanleg.

Markmið málþingsins er að ná til skólastjórnenda um mikilvægi þess að auka vægi leiklistar í skólastarfi eins og námskráin segir til um. Við hvetjum því skólastjórnendur og kennara og aðra sem hafa áhuga á efninu að koma og kynna sér málið betur og taka þátt í þessari umræðu með okkur. Málþingið verður Í IÐNÓ, þriðudaginn 19.nóvember kl. 17.00 – 19.00

 

Dagskrá málþingsins

Stjórn FLÍSS bíður gest velkomna.

Ása Helga Ragnarsdóttir, leiklistarkennari: Hvert stefnum við? Staða leiklistarkennslu í grunnskólum landsins.

Ásgeir Beinteinsson, fyrrum skólastjóri Háteigsskóla: Krunkar hermikrákan – sjálf?

Jóhannes Nordal Eggertsson, nemandi í MH: Æska mín í leiklist.

Una Ragnarsdóttir, nemendi í 10.bekk Hagaskóla syngur lag úr Mary Poppins sem skólinn setti upp á síðasta vetri.

Rannveig Þorkelsdóttir, leiklistarkennari: “Í leiklist getur maður verið maður sjálfur og þú þarft ekki að sitja allan tímann”.

Freyja Kristinsdóttir nemandi í 10. bekk Hagaskóla: Hvernig ég fann “mig” í leiklist.

Starkaður Pétursson, leiklistarnemi: Örlög eða nám?

Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona: Hvernig leiklistin bjargaði lífi mínu.

Spunaatriði frá nemendum.

Spurningar úr sal.

Pin It on Pinterest

Share This