Áttunda ráðstefna Norrænu Drama Boreale samtakanna verður haldin 3.-7.
ágúst 2015 í Silkeborg, Danmörk.
Þema ráðstefnunnar er Explore – Express – Exchange eða kannaðu, tjáðu og ræðið. Til námskeiðahalds og fyrirlestra hafa verið fengnir fræðimenn frá öllum heimshornum.
Þátttakendum ráðstefnunnar gefst kostur á að taka þátt í fjölda mismunandi vinnusmiðja, hlusta á fyrirlestra og kynningar á nýlegum rannsóknum tengdum notkun á leiklist í skólastarfi og kynnast fjölbreyttum kennsluaðferðum tengdum leiklist. Allir ættu vonandi að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Ráðstefnan mun vonandi veita norrænum fræðimönnum á sviði leiklistar í kennslu tækifæri til þess að kynna og ræða eigin rannsóknir. Að auki verður ráðstefnan tilvalinn vettvangur listafólks, kennara, kennaranema og áhugafólks um leiklist í skólastarfi á Norðurlöndum, til tengslamyndana, umræðna og virkra samskipta.
Nánari upplýsingar og skráning á http://dramaboreale.dk/