Menningarlandið 2017 – ráðstefna um barnamenningu, Dalvík 13.-14. sept. 2017
Menningarlandið 2017 – ráðstefna um barnamenningu, verður haldin í menningarhúsinu Bergi, Dalvík 13. – 14. september 2017.
Megintilgangur ráðstefnunnar verður að fjalla um barnamenningu og mikilvægi menningaruppeldis eins og menningarstefna stjórnvalda frá 2013 leggur áherslu á.
Áhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum og er markhópurinn starfandi listamenn, liststofnanir, söfn og aðrir aðilar sem sinna barnamenningu.
Aðalfyrirlesari er Tamsin Ace frá menningarmiðstöðinni Southbank Centre í London.
Nánari upplýsingar arnfridur.valdimarsdottir@mrn.is
Drama Boreale 2018 í Gautaborg 6.-10. ágúst 2018
Drama Boreale er Norræn ráðstefna um leiklistarkennslu þar sem helstu fræðimenn Norðulandanna koma saman og ráða ráðum sínum. FLISS er hluti að Norrænu samfélagi Drama Boreale. Boðið er upp á fyrirlestra, vinnusmiðjur og margt fleira. Fylgist með á heimasíðu ráðstefnunnar:
http://socav.gu.se/forskning/drama-boreale-2018
International Symposium on Performance Science (ISPS),í Hörpunni 30. ágúst – 2. sept.
Spennandi alþjóðleg ráðstefna í Hörpunni 30. ágúst – 2. sept.
International Symposium on Performance Science (ISPS),
http://www.performancescience.org/ISPS2017/