by stjornin | 03.03.2016 | FRÉTTIR
Andy Kempe, prófessor við háskólann í Reading mun vera með tvær vinnusmiðjur á vegum FLISS í mars nk. Andy er þekktur leiklistarkennari og hefur gefið út fjölda bóka um leiklistarkennslu. Fyrri vinnusmiðjan “Learning about little monsters through drama education” verður haldin miðvikudaginn 16. mars kl. 20.00 – 22.30. Áhersla er lögð á kennslu 5-10 ára nemenda. Seinni vinnusmiðjan “Speaking, Listening and Drama” verður haldin föstudaginn 18. mars kl. 16.30 – 19.30. Þátttakendur þurfa að mæta með iPad með sér. Látið vita ef þið þurfið að fá lánaðan Ipad. Vinnusmiðjurnar verða haldnar í Háteigsskóla við Háteigsveg. Almennt verð fyrir hvora vinnusmiðju er 6.000.- Félagsmenn FLISS greiða einungis 1.500.- pr. vinnusmiðju. 20 manns komast á hvora smiðju, fyrstur kemur fyrstur fær. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á fliss@fliss.is þar sem fullt nafn þátttakanda verður að koma fram ásamt kennitölu og símanúmeri. Þátttökugjald greiðist fyrir 7. mars. Ef ekki er greitt fyrir þann tíma er litið svo á að viðkomandi hafi hætt við þátttöku. Reikningsnúmer: 513-26-620506 kt. 620506-1250. Vinsamlega setjið nafn í skýringu og sendið greiðslustaðfestingu á fliss@fliss.is
TVÆR VINNUSMIÐJUR MEÐ ANDY KEMPE EKKI MISSA AF ÞESSU EINSTAKA ENDURMENNTUNARTÆKIFÆRI!
by stjornin | 01.03.2016 | FRÉTTIR
RASK, Rannsóknarstofa um skapandi skólastarf, Rannsóknastofa um starfendarannsóknir og Rannsóknarstofa um listkennslu við LHÍ efna til ráðstefnu um sköpun í skólastarfi, fimmtudaginn 17. mars 2016.
Ráðstefnan verður haldin á Menntavísindasviði HÍ, Stakkahlíð og stendur frá kl 15:00-19:00.
Hver flytjandi hefur 30 mínútur til umráða og ákveður hvernig hann ráðstafar þeim.
Markmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir málefnalega umræðu um sköpun og hvernig hægt er að efla þann grunnþátt í menntun. Á ráðstefnunni er rannsakendum, kennurum og áhugafólki um sköpun í skólastarfi gefið tækifæri til að kynna rannsóknir og verkefni sem tengjast sköpun og skólastarfi.
Hópar geta tekið sig saman og sett upp heilar 90 mínútna málstofur.
Frestur til að skila ágripum er til 20. febrúar.
Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa á málefninu.
Ráðstefnugjald 2.500.- krónur
Skráning á ráðstefnuna opnar síðar
Meiri upplýsingar er að finna á slóðinni http://menntavisindastofnun.hi.is/rask/skopun_skiptir_enn_skopum
by stjornin | 01.03.2016 | FRÉTTIR
Kæru félagar.
Nú hefur IDEA ráðstefnunni sem halda átti í Ankara, Tyrklandi VERIÐ
FRESTAÐ þar til sumarið 2017 m.a. vegna pólitískra átaka. En við höfum
þá góðan tíma til að undirbúa okkur.
—
BESTU KVEÐJUR,
JONA GUDRUN JONSDOTTIR,
FORMAÐUR FLISS (FELAG UM LEIKLIST I SKOLASTARFI)