Call for papers for INRAE Yearbook 2016, Volume 4:

Call for papers for INRAE Yearbook 2016, Volume 4:

INVITATION

At the Crossroads of Culture Education and Arts Education: Queries meet Assumptions

 

The International Network for Research in Arts Education (INRAE) Steering Committee invites you and your arts subject colleagues to submit an article to our 2016 Yearbook. We wish to reconsider fundamental questions on what arts education is about.  With this in mind, we welcome articles that challenge assumptions and offer new insights. The paper may reflect a general, international perspective or be more closely related to the context, tradition and praxis in your own art subject and/or your country. The Yearbook is scheduled to be launched in February 2016 at a conference in Kenya, so we will ask you to adhere to a strict deadline (see below).

 

Editor:
The editor for the 2016 INRAE Yearbook is Professor Emerita Aud Berggraf Sæbø PHD of  the University of Stavanger, Norway.  E mail: Aud.b.sebo@uis.no

 

INRAE Yearbook 2016 and Theme

The two first INRAE Yearbooks were written in the context of The 2010 Seoul Agenda, while the third was open to a wide range of issues in arts education. For each of these, the main aim was to publish articles that gave new theoretical knowledge, practical insight and various perspectives on arts education worldwide, see www.art-edu.org.

The theme of this Fourth volume is the result of an INRAE discussion on the growing practice of interchanging the terms art and culture in education to such a large extent that they end up being regarded as synonymous. We ask ourselves: Is all culture art? Is all cultural activity automatically art? If we agree that art education is cultural education, does this mean that we can turn around and say all cultural education is art education? What are the implications for arts in education and how can we distinguish arts education from cultural education? We are not at all asking for opinion pieces on the topic, art education versus cultural education, but articles that reconsider fundamental questions on what arts education is about.

We welcome and ask for research articles that analyze and discuss the characteristics of the arts in education around the world. We invite you to write about theoretical and/or practical perspectives and/or traditions and practice/praxis in your art subject in your own country. We welcome all kinds of qualitative and quantitative research.

Timeframes/ Deadlines

  • 08.15 Invitation/call for papers sent to members of international art education

organizations with a request to forward to national colleagues

  • 08.15 Deadline for submitting abstract (300 – 500 words).

To be sent to the main editor, aud.b.sebo@uis.no

  • 08.15 Deadline for feedback from the editor on the proposals
  • 11.15 Deadline for accepted authors to submit the full article
  • 11.15 Deadline for feedback on the peer review process to the authors
  • 12.15 Deadline for final revised text from the authors
  • 12.15 Deadline for the final language editing of all articles
  • à16 Printing

 

Guidelines to The Authors

The final article is to be from 2000 to 3000 words, but we will consider articles up to max. 5000 words (and max. is including spaces and reference list).

The article is to be written in English. Use Times New Roman 12 pkt. and space line 1 ½.

Page 1: Authors name, working address and e-mail address

Page 2: Start with the title of the article and an ingress/abstract of about 75 – 100 words.  If you have figures/ tables, please attach them in a separate document. Pictures (black and white) may be accepted, you will have to ask the editor especially for this. Mark in the text where they are to be inserted. Use endnotes rather than footnotes.  Citations are to be in 10 pkt. normal (not cursive).

 

I look forward to hearing from you!

Professor Emerita Aud Berggraf Sæbø, University of Stavanger

Aud.b.sebo@uis.no

Wishing you good luck with the writing process

Members of INRAE Steering Committee

Opin námskeið í listkennsludeild Listaháskóla Íslands

Góðan dag,

Við viljum vekja athygli ykkar á því að enn eru einhver pláss laus
í opnum námskeiðum listkennsludeildar Listaháskóla Íslands.

Vinsamlegast komið eftirfarandi á framfæri við ykkar félagsmenn:

Boðið er uppá fjölbreytt úrval námskeiða á meistarstigi sem eru
opin öllum sem eru með grunnháskólagráðu í listum, hönnun eða
kennslu.

Námskeið sem í boði verða haustið 2015

Skuggaleikhús, 2 einingar. NÝTT.
Leiklist fyrir kennara ungra barna, 2 einingar. NÝTT.
Tónlist fyrir kennara ungra barna, 2 einingar. NÝTT.
Bókagerð, 2 einingar.
Skapandi skrif í skólastofunni, 4 einingar.
Rödd, spuni, tjáning, 2 einingar.
Styrkumsóknir: skapandi greinar, 2 einingar. NÝTT.
Rytmaspuni og kroppaklapp, 2 einingar.
Verkefnastjórnun, 6 einingar.
Listkennsla nemenda með sérþarfir, 6 einingar.
Námsefnisgerð, 4 einingar.
Fræðsla fullorðinna, 6 einingar.
Listir og sjálfbærni (fjarnámskeið, 2 lotur), 6 einingar.

Kennarar eru allir leiðandi á sínu sviði og koma bæði úr röðum
kennara við Listaháskóla Íslands og af vettvangi.

Nánari upplýsingar um námskeiðin eru hér [1]. (ath. linkar eru fyrir neðan)

Umsóknareyðublað er að finna hér [2].

Upplýsingar um verð námskeiða er hér [3].

Með góðum kveðjum,

Gunndís Ýr Finnbogadóttir
Deildarfulltrúi / Department coordinator
gunndis@lhi.is

Laugarnesvegur 91 / www.lhi.is [4]
104 Reykjavík / Iceland
Tel +354 552 4000

Links:
——
[1] http://lhi.is/namid/listkennsla/opin-namskeid/namskeid/
[2] http://lhi.is/namid/listkennsla/opin-namskeid/umsokn/
[3] http://lhi.is/namid/listkennsla/opin-namskeid/verdskra/?edit-off
[4] http://www.lhi.is/

Fréttabréf Flíss júní 2015

FRÉTTABRÉF FLISS – Júní 2015

Hugleiðingar formanns Á þessu ári eru tíu ár síðan FLISS var stofnað. Eins og við vitum var félagið stofnað af metnaðarfullum kennurum sem með elju sinni komu því í gegn að nú er leiklist sjálfstætt fag í aðalnámskrá grunnskóla og ávallt fleiri framhaldsskólar bjóða upp á leiklist sem valfag. Í vetur sendum við út óformlega könnun á félagsmenn til að kanna m.a. hvernig staðan væri í leiklistarkennslu í skólum landsins. 34 félagsmenn eða 34,7% félagsmanna svöruðu könnuninni sem gerir hana ekki marktæka en gefur okkur engu að síður vísbendingu um stöðu leiklistarkennslunnar. Niðurstöðurnar sýna að þrátt fyrir að mikið hafi áunnist þá er mikið verk fyrir höndum. Við þurfum að festa leiklistina í sessi, allt of fáir skólar bjóða upp á leiklist sem sjálfstætt fag innan síns skóla og allt of fáir leiklistarkennarar sem útskrifast með kennsluréttindi í leiklist eða leiklist í kjarna skila sér inn í skólana sem leiklistarkennarar. Þessu þurfum við að breyta og á það munum við leggja áherslu á á komandi árum. Á þingi KÍ í apríl 2014 var samþykkt ályktun þar sem stjórn KÍ, skólamálráði og skólanefndum aðildarfélaga KÍ var falið að finna leiðir til að efla og auka vægi list-og verkgreina í öllu menntakerfinu. Nú hefur verið stofnuð nefnd þar sem kennarar list-og verkgreina á öllum skólastigum ásamt fulltrúum skólastjórnenda og KÍ hafa komið saman til að ráða ráðum sínum hvernig hægt sé að koma að þessu verkefni. Við bindum miklar vonir við þessa nefnd sem nýtekin er til starfa og horfum jákvæð fram á veginn. Ekki er þó hægt að velta fyrir sér stöðu list-og verkgreina, sér í lagi í grunnskólanum, án þess að koma að launamálum þeirra. Í síðustu samningum grunnskólakennara var niðurstaðan sú að list-og verkgreinakennarar flokkast nú tveimur launaflokkum neðar en aðrir kennarar sem er algjörlega óásættanlegt og verður að leiðréttast. Formenn þessara félaga hafa fundað stíft undanfarið og setið fundi með ýmsum hópum innan KÍ til að ræða þessi mál. Við vonum að þessi mismunum verði leiðrétt í næstu samningum enda höfum við nú vinnumatið til að meta álag á kennara og auðvelt ætti því að vera að umbuna samkvæmt því. Leiklistin er ung fag innan skólakerfisins. Við sem fagfólk þurfum að vera vakandi um hennar hag og standa vörð um hana. Við þurfum að rýna til gagns, skoða hvernig við menntum kennarana okkur, hvernig við kennum og hvernig við viljum að fagið okkar þroskist og dafni sem sjálfstætt fag innan menntakerfisins. Við sem félagar í FLISS erum mikilvægur þáttur í þeirri vegferð þar sem við getum átt faglegar samræður og eflt þannig hvort annað í starfi. Njótið sumarsins og farið vel með ykkur.

Sumarkveðja  Jóna Guðrún Jónsdóttir, formaður FLISS

FRÉTTABRÉF FLISS – Júní 2015

Heimasíða FLISS. Nú er heimasíða FLISS komin í loftið, þó ekki formlega, en þið getið komist inn á síðuna til að skoða fréttir og annað. Ef þið eruð með eitthvað efni s.s. kennsluefni, myndir, greinar eða annað sem þið viljið setja á síðuna þá endilega sendið okkur þær upplýsingar á fliss@fliss.is Því virkari sem félagsmenn eru því betri heimasíða. Heimasíðan mun verða opnuð formlega á málþingi félagsins í haust í tilefni að tíu ára afmæli félagsins. Afmæli FLISS – Málþing að hausti Í tilefni af 10 ára afmæli FLISS stefnum við á að halda málþing um stöðu leiklistarkennslunnar á öllu skólastigum, meta það sem hefur áunnist og horfa til framtíðar. Málþingið mun verða auglýst nánar þegar nær dregur. Ef þið viljið leggja eitthvað til málanna varðandi málþingið þá endilega skrifið okkur línu á fliss@fliss.is Vinnusmiðjur 2014-2015 Nokkrar vinnusmiðjur voru haldnar á skólaárinu ýmist á vegum FLISS eða í samvinnu við aðrar menntastofnanir. Námskeiðin tókust öll mjög vel, þátttakan yfirleitt góð og þátttakendur mjög ánægðir. Stefna stjórnar er sú að vera í góðri samvinnu við aðrar menntastofnanir varðandi námskeið á komandi árum. Endilega sendið hugmyndir að námskeiðum á fliss@fliss.is svo við getum komið til móts við óskir ykkar  Könnun meðal félaga FLISS
Gerð var könnun meðal félagsmann fyrr í vetur þar sem kannað var m.a. hversu margir væru að kenna leiklist, hverjar væntingar félagsmanna væru til félagsins o.s.frv. Svörunin var 34,7% sem er ekki stórt hlutfall og ekki marktækt en svörin gefa vissar vísbendingar sem stjórn félagsins getur unnið út frá. Við þökkum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna. Niðurstöður könnunarinnar eru aðgengilegar á heimsíðu félagsins. fliss.is

Félagsgjöld FLISS 2014 – 2015
Í desember sl. voru sendir út gíróseðlar fyrir félagsgjöldum. Gjaldið hjá okkur er í samræmi við önnur fagfélög innan KÍ ef ekki aðeins lægra og hefur haldist óbreytt frá fyrra ári. Við biðjum við ykkur endilega að kíkja í heimabankann og greiða seðilinn sem fyrst. Þó að öll vinna stjórnar og nefnda sé í sjálfboðavinnu þá kostar sitt að reka félagið t.d. halda námskeið til að efla endurmenntun félagsmanna o.s.frv. Við þökkum þeim félagsmönnum sem nú þegar hafa greitt félagsgjaldið.
Gleðilegt sumar!

Fréttabréf Flíss mars 2015

FRÉTTABRÉF FLISS – MARS 2015
Námskeið FLISS
Námskeið haustannar gengu mjög vel og voru þau vel sótt enda mjög áhugaverð og spennandi. Á vorönn hefur þegar eitt námskeið verið haldið. Kennari var Þórey Sigþórsdóttir leikkona og raddþjálfi. Gaman hefði verið að sjá fleiri félagsmenn en námskeiðið var mjög áhugavert og þátttakendur fóru heim með áhugaverðar hugmyndir sem hægt er að nýta í skólastofunni. Í apríl stefnum við á að hafa námskeið í leikhússpuna en það verður auglýst nánar þegar nær dregur. Einnig minnum við á hin ýmsu námskeið í LHÍ sem mörg eru mjög áhugaverð og geta nýst okkur kennurum vel í skólastofunni.
Heimsíða FLISS
Nú er verið að uppfæra heimsíðu félagsins. Til stendur að opna hana formlega í lok apríl en við fengum Helgu Óskarsdóttur til liðs við okkur við endurhönnun síðunnar auk þess sem Helga Gerður Magnúsdóttir endurhannaði lógóið okkar. Síðan verður tvíþætt, annarsvegar verða upplýsingar sem eru öllum opin og hins vegar lokað svæði fyrir félagsmenn þar sem þeir geta fundið námsefni og aðrar upplýsingar sem nýtast þeim. Við erum nú í óða önn að taka saman efni á nýju síðuna .
Samningamál
Þetta skólaár hefur litast mikið af kjarasamningum kennara þar sem list og verkgreinakennarar bæði á grunn og framhaldsskólastigi hafa reynt að láta í sér heyra varðandi stöðu sína. Grunnskólakennarar samþykktu sína samninga nú á dögunum en framhaldsskólakennarar munu nú væntanlega setjast aftur að samningaborðinu þar sem þeir felldu vinnumatið í sínum samningum. Stjórnarmeðlimir hafa setið marga fundi í vetur vegna samningamála.

Afmælisár FLISS
Í haust fagnar FLISS 10 ára afmæli og því ber að fagna. Nú þegar eru komnar fram hugmyndir um hvernig við ættum að minnast þessara tímamóta en endilega ef þið liggið á hugmyndum þá sendið okkur línu. Allar hugmyndir eru vel þegnar.
Félagsgjöld FLISS 2014 – 2015
Í desember sl. voru sendir út gíróseðlar fyrir félagsgjöldum. Gjaldið er óbreytt frá fyrra ári og biðjum við ykkur endilega að kíkja í heimabankann og greiða seðilinn sem fyrst. Þó að öll vinna stjórnar og nefnda sé í sjálfboðavinnu þá kostar sitt að reka félagið, halda námskeið til að efla endurmenntun félagsmanna o.s.frv. Við þökkum þeim félagsmönnum sem nú þegar hafa greitt félagsgjaldið.
Könnun FLISS
Á næstu dögum munum við senda út könnun til félagsmanna. Við vonum að þið bregðist vel við en okkur langar m.a. til að kanna hversu margir af félagsmönnum eru að kenna leiklist eða nota leiklist í sinni kennslu, auk þess að kanna hug ykkar til félagsins. Því meira sem við vitum um ykkar þarfir því öflugra verður starfið.
Facebooksíða FLISS
Við erum með facebook-hóp þar sem margir hafa gerst meðlimir en það eflir þennan vettvang að hafa sem flesta í hópnum. Endilega skráið ykkur. Slóðin er https://www.facebook.com/groups/127734169905/
Hlýjar kveðjur,
f.h. stjórnar,
Jóna Guðrún Jónsdóttir,
formaður FLISS

Pin It on Pinterest