12.06.2015 | FRÉTTIR
Opnað hefur verið fyrir skráningu í opin námskeið listkennsludeildar á haustönn 2015. Boðið er uppá fjölbreytt úrval námskeiða á meistarstigi sem eru opin öllum sem eru með grunnháskólagráðu í listum, hönnun eða kennslu.
Starfandi listgreinakennarar eru sérstaklega hvattir til að sækja námskeiðin sem henta vel til símenntunar listgreinakennara. Fjölmörg ný námskeið eru í boði á næstu haustönn og hægt er að taka námskeið með eða án eininga.
Námskeið sem í boði verða haustið 2015
- Skuggaleikhús, 2 einingar. NÝTT.
- Leiklist fyrir kennara ungra barna, 2 einingar. NÝTT.
- Tónlist fyrir kennara ungra barna, 2 einingar. NÝTT.
- Bókagerð, 2 einingar.
- Skapandi skrif í skólastofunni, 4 einingar.
- Rödd, spuni, tjáning, 2 einingar.
- Styrkumsóknir: skapandi greinar, 2 einingar. NÝTT.
- Rytmaspuni og kroppaklapp, 2 einingar.
- Verkefnastjórnun, 6 einingar.
- Listkennsla nemenda með sérþarfir, 6 einingar.
- Námsefnisgerð, 4 einingar.
- Fræðsla fullorðinna, 6 einingar.
- Listir og sjálfbærni (fjarnámskeið, 2 lotur), 6 einingar.
Kennarar eru allir leiðandi á sínu sviði og koma bæði úr röðum kennara við Listaháskóla Íslands og af vettvangi.
Nánari upplýsingar um námskeiðin eru hér.
Umsóknareyðublað er að finna hér.
Upplýsingar um verð námskeiða er hér.
Nánari upplýsingar veitir Gunndís Ýr Finnbogadóttir
12.06.2015 | FRÉTTIR
Á haustönn 2015 verða í boði fjögur 5 eininga framhaldsnámskeið við kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Námskeiðin eru ætluð kennurum með grunn- eða framhaldsskólaréttindi, nemendum við Listaháskóla Íslands, Myndlistaskólann í Reykjavík og Hönnunar- og handverksskóla Tækniskólans sem og fagfélögum í textíl, myndlist og hönnun og smíði.
Meiri upplýsingar hér.
12.06.2015 | FRÉTTIR
Innovation en langues ?
Pour une approche corporelle et dynamique de l’apprentissage
Vendredi 29 et samedi 30 mai 2015
Université de Montpellier – Faculté d’Education, 2 place Marcel Godechot – 34092 Montpellier.
11.05.2015 | FRÉTTIR
Áttunda ráðstefna Norrænu Drama Boreale samtakanna verður haldin 3.-7.
ágúst 2015 í Silkeborg, Danmörk.
Þema ráðstefnunnar er Explore – Express – Exchange eða kannaðu, tjáðu og ræðið. Til námskeiðahalds og fyrirlestra hafa verið fengnir fræðimenn frá öllum heimshornum.
Þátttakendum ráðstefnunnar gefst kostur á að taka þátt í fjölda mismunandi vinnusmiðja, hlusta á fyrirlestra og kynningar á nýlegum rannsóknum tengdum notkun á leiklist í skólastarfi og kynnast fjölbreyttum kennsluaðferðum tengdum leiklist. Allir ættu vonandi að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Ráðstefnan mun vonandi veita norrænum fræðimönnum á sviði leiklistar í kennslu tækifæri til þess að kynna og ræða eigin rannsóknir. Að auki verður ráðstefnan tilvalinn vettvangur listafólks, kennara, kennaranema og áhugafólks um leiklist í skólastarfi á Norðurlöndum, til tengslamyndana, umræðna og virkra samskipta.
Nánari upplýsingar og skráning á http://dramaboreale.dk/