Andy Kempe, prófessor við háskólann í Reading mun vera með tvær vinnusmiðjur á vegum FLISS í mars nk. Andy er þekktur leiklistarkennari og hefur gefið út fjölda bóka um leiklistarkennslu. Fyrri vinnusmiðjan “Learning about little monsters through drama education” verður haldin miðvikudaginn 16. mars kl. 20.00 – 22.30. Áhersla er lögð á kennslu 5-10 ára nemenda. Seinni vinnusmiðjan “Speaking, Listening and Drama” verður haldin föstudaginn 18. mars kl. 16.30 – 19.30. Þátttakendur þurfa að mæta með iPad með sér. Látið vita ef þið þurfið að fá lánaðan Ipad. Vinnusmiðjurnar verða haldnar í Háteigsskóla við Háteigsveg. Almennt verð fyrir hvora vinnusmiðju er 6.000.- Félagsmenn FLISS greiða einungis 1.500.- pr. vinnusmiðju. 20 manns komast á hvora smiðju, fyrstur kemur fyrstur fær. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á fliss@fliss.is þar sem fullt nafn þátttakanda verður að koma fram ásamt kennitölu og símanúmeri. Þátttökugjald greiðist fyrir 7. mars. Ef ekki er greitt fyrir þann tíma er litið svo á að viðkomandi hafi hætt við þátttöku. Reikningsnúmer: 513-26-620506 kt. 620506-1250. Vinsamlega setjið nafn í skýringu og sendið greiðslustaðfestingu á fliss@fliss.is
TVÆR VINNUSMIÐJUR MEÐ ANDY KEMPE EKKI MISSA AF ÞESSU EINSTAKA ENDURMENNTUNARTÆKIFÆRI!