Stjórn og nefndir

Ása H. Proppé Ragnarsdóttir

Ása H. Proppé Ragnarsdóttir

Formaður - asahragn@hi.is

Ása H. Proppé Ragnarsdóttir er fædd 1949. Hún er menntaður leikari frá Leiklistarskóla Íslands (1979). Ása Helga er með B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands (1996) ásamt því að vera með meistarapróf frá University of Warwick, Englandi í Drama and Theatre Education. Ása Helga starfar sem kennari við Háskóla Íslands, menntavísindasvið.

Engilbert Imsland

Engilbert Imsland

Meðstjórnandi - Eni@fb.is

Engilbert Imsland er kennari í FB
Hákon Sæberg

Hákon Sæberg

Ritari

Vigdís Gunnarsdóttir

Vigdís Gunnarsdóttir

Meðstjórnandi

Vigdís útskrifaðist sem leikkona frá Leiklistarskóla Íslands árið 1993 og lék hjá Þjóðleikhúsinu fram til ársins 2003. Hún lauk meistaranámi í skrifum og leikstjórn fyrir sjónvarp frá Golsmiths Collage, University of London, árið 2002 og diplómanámi í listkennslu frá listkennsludeild LHÍ árið 2013. Nýverið tók hún við starfi fagstjóra sviðslista við listkennsludeildina. Samhliða kennslu við listkennsludeildina starfar Vigdís sem leiklistarkennari við leiklistardeild Fjölbrautarskólans í Garðabæ. Auk þess vinnur hún sem “freelance” leikkona og er meðlimur í hljómsveitinni Heimilistónar.
Ólafur Guðmundsson

Ólafur Guðmundsson

Varamaður í stjórn - oli@mh.is

Ólafur Guðmundsson er leikari og leiklistarkennari. Hann starfar sem leiklistarkennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hann kennir auk þess börnum og unglingum sjálfssyrkingu hjá Foreldrahúsi ásamt því að kenna íslensku fyrir útlendinga og starfrækja leiklistarnámskeið fyrir fullorðna. Hann lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1989, kennsluréttindanámi frá Kennaraháskóla Íslands 2003 og er með meistaragráðu í hagnýtri leiklist frá Lundúnaháskóla. Hann tók þátt í stofnun FLÍSS 2005 og var fyrsti formaður félagsins. Hans helstu áhugamál eru leiklist sem leið til sjálfsræktar og mannskilnings, tungumál og menning og lýðræðisleg vinnubrögð.

Pin It on Pinterest

Share This