Stjórn og nefndir

Ása H. Proppé Ragnarsdóttir
Formaður - asahragn@hi.is
Ása H. Proppé Ragnarsdóttir er fædd 1949. Hún er menntaður leikari frá Leiklistarskóla Íslands (1979). Ása Helga er með B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands (1996) ásamt því að vera með meistarapróf frá University of Warwick, Englandi í Drama and Theatre Education. Ása Helga starfar sem kennari við Háskóla Íslands, menntavísindasvið.

Engilbert Imsland
Meðstjórnandi - Eni@fb.is

Hákon Sæberg
Ritari

Vigdís Gunnarsdóttir
Meðstjórnandi

Ólafur Guðmundsson
Varamaður í stjórn - oli@mh.is
Ólafur Guðmundsson er leikari og leiklistarkennari. Hann starfar sem leiklistarkennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hann kennir auk þess börnum og unglingum sjálfssyrkingu hjá Foreldrahúsi ásamt því að kenna íslensku fyrir útlendinga og starfrækja leiklistarnámskeið fyrir fullorðna. Hann lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1989, kennsluréttindanámi frá Kennaraháskóla Íslands 2003 og er með meistaragráðu í hagnýtri leiklist frá Lundúnaháskóla. Hann tók þátt í stofnun FLÍSS 2005 og var fyrsti formaður félagsins. Hans helstu áhugamál eru leiklist sem leið til sjálfsræktar og mannskilnings, tungumál og menning og lýðræðisleg vinnubrögð.