IMG_5354IMG_5370Kæru félagar

Einstakt tækifæri!

Helgina 27. – 29. apríl býður Flíss upp á námskeið í Haraldinum.

Á þessu spunanámskeiði verður farið ofan í þær grunnreglur spuna sem tengjast spunatækni sem uppruninn er frá Chicago í Bandaríkjunum. Áhersla verður lögð á leikgleði, hlustun, samvinnu og leitað er leiða til að sleppa allri ritskoðun í spuna.

Kennari á námskeiðinu verður Bjarni Snæbjörnsson leikari og leiklistarkennari. Bjarni lauk leikaranámi með BFA gráðu frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands 2007. Árið 2015 lauk hann MA gráðu í listkennslu frá LHÍ.

Bjarni hefur leikið í fjölmörgum verkum m.a. hjá Borgarleikhúsinu, hjá Leikfélagi Akureyrar og í Þjóðleikhúsinu þar sem hann tekur þátt í sýningunni slá í gegn um þessar mundir.

Bjarni hefur verið hluti af sýningarhópi Improv Ísland frá upphafi og æft spuna í 4 ár.

Námskeiðið verður haldið í sal Hagaskóla og kennt verður á þessum tíma:
Föstudaginn 27. apríl kl. 18.00 – 21.00
Laugardaginn 28. apríl kl 9.00 – 15.00
Sunnudaginn 29. apríl kl 10.00 – 13.00

Verð:
Félagar í Flíss – 6.000 kr
Aðrir – 10.000 kr

Takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið, þú skráir þig með því að senda póst á fliss@fliss.isNo automatic alt text available.

Pin It on Pinterest

Share This