RASK, Rannsóknarstofa um skapandi skólastarf, Rannsóknastofa um starfendarannsóknir og Rannsóknarstofa um listkennslu við LHÍ efna til ráðstefnu um sköpun í skólastarfi, fimmtudaginn 17. mars 2016.
Ráðstefnan verður haldin á Menntavísindasviði HÍ, Stakkahlíð og stendur frá kl 15:00-19:00.
Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Andrew J. Kempe prófessor við Universitiy of Reading. Fyrirlestur hans heitir: „Teaching Creatively to teach creativity“. Að honum loknum verða 90 mínútna málstofur með þremur erindum hver.
Hver flytjandi hefur 30 mínútur til umráða og ákveður hvernig hann ráðstafar þeim.
Markmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir málefnalega umræðu um sköpun og hvernig hægt er að efla þann grunnþátt í menntun. Á ráðstefnunni er rannsakendum, kennurum og áhugafólki um sköpun í skólastarfi gefið tækifæri til að kynna rannsóknir og verkefni sem tengjast sköpun og skólastarfi.
Hópar geta tekið sig saman og sett upp heilar 90 mínútna málstofur.
Frestur til að skila ágripum er til 20. febrúar.
Ráðstefnan er opin öllum sem áhuga hafa á málefninu.
Ráðstefnugjald 2.500.- krónur
Skráning á ráðstefnuna opnar síðar
Meiri upplýsingar er að finna á slóðinni http://menntavisindastofnun.hi.is/rask/skopun_skiptir_enn_skopum