Einstök vinnusmiðja með Tim Taylor

Related image
Image result for FLÍSS logo

 

                   
FLÍSS kynnir  …                                 einstaka vinnusmiðju með leiklistarkennaranumTim Taylor          

Höfundar bókarinnar „A beguinners guide to The Mantle of the expert“ á íslensku: Sérfræðingskápan

Kennsluaðferðin hefur slegið í gegn bæði hjá kennurum og nemendum

og reynir á sjálfstæð vinnubrögð og virkni nemenda í eigin námi.

Bók hans hefur farið sigurför um heiminn og hefur reynst vel til að virkja nemendur í alls kyns vinnu.

Tim er með 25 ára reynslu af kennslu víða um heim.

Laugardaginn 16. febrúar

Hagaskóla

Kl. 09:00 – 16:00

Kostar aðeins 5000 krónur og greiðist inn á

513-26-620506 Kt. 620506-1250

Vinnusmiðjan nýtist öllum starfandi kennurum, sérstaklega á mið- og unglingastigi grunnskóla

sérfræðingskápan er sérstaklega vel til þess fallin að nota í auknum mæli í skólastarfi en erlendar rannsóknir á notkun aðferðarinnar benda til að hún stuðli m.a. að auknum áhuga og ánægju nemenda í skólastarfi

 ekki bara leiklistarkennurum heldur öllum kennurum

Vinnusmiðja sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara

Aðalfundurinn

Í gær var aðalfundurinn haldinn og var fámennt en góðmennt. Félagsmenn höfðu frá mörgu að segja er varðar erlent samstarf, ráðstefnur og vinnusmiðjur. Stjórnin heldur sér óbreytt næsta ár og kosið verður um nýja stjórn á næsta aðalfundi

46785542_269027620391623_4155432132199579648_n 46514523_2176777852372854_2077598826377510912_n 46505947_1047307548782079_8549666292892696576_n

Aðalfundur 22. nóvember

Kæru félagar.

Aðalfundur FLISS verður haldinn fimmtudaginn 22.nóvember. nk. kl. 20.00 að
Lindargötu 6 (í FIL húsinu).

Að loknum almennum aðalfundastörfum fáum við kynningar frá nokkrum félögum í FLÍSS sem hafa farið á ráðstefnur eða fundi erlendis á síðustu mánuðum t.d. í Nýja Sjálandi og Svíþjóð.

Á fundinum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar og við vonum innilega að sem flestir mæti og eigi með okkur skemmtilega kvöldstund.

Aðalfundur

Aðalfundur FLÍSS veður þann 22. nóvember í Fílnum hjá Þjóðleikhúsinu.  Nánari dagskrá auglýst síðar en endilega takið kvöldið frá.

Haustferð list- og verkgreinakennara

Núna 27.-29. september  ætla list-og verkgreinakennarar að heimsækja skóla á Akureyri, FLÍSS gat því miður ekki tekið þátt í undirbúningi þessarar ferðar en við hvetjum leiklistarkennara samt endilega að taka þátt í ferðinni. Samvinna list-og verkgreinakennara er mjög mikilvæg og alltaf gagnlegt að sjá hvað aðrir eru að gera. Frekari upplýsingar um þessa ferð eru í facebook hópnum okkar og á síðu list-og verkgreinakennara á Íslandi.

Pin It on Pinterest