FLÍSS, félag um leiklist í skólastarfi, blæs til vinnusmiðju mánudaginn 25. nóvember. Vinnusmiðjan verður í Hagaskóla og hefst klukkan 19.00. Vinnusmiðjan kostar aðeins þrjú þúsund krónur, en félagar í FLÍSS þurfa ekki að greiða fyrir hana. Hægt er að ganga í félagið á staðnum ef þess er óskað.
Leiðbeinendur eru norsku leiklistarkennararnir: Mette Böe Lyngstad, Tone Stangeland og Silje Birgitte Folkedal.
Mikið er rætt um umhverfismál þessa dagana og það er eitt af því sem æskilegt er að leggja áherslu á í skólastarfi. Í þessari vinnusmiðju er unnið með leiklist í kennslu í tengslum við sjálfbærni. Vinnusmiðjan er ætluð kennurum á mið- og unglingastigi. Kennt verður á ensku.
Leiklist er list augnabliksins segir í Aðalnámskrá grunnskóla (2011). Leiklistarkennsla
getur tekist á við þau mál sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni og brenna á nemendum svo sem sjálfbærni. Þannig skerpist samfélagsvitund nemenda og þeir virkjast til lýðræðislegrar þátttöku. Í vinnusmiðjunni vinna leiðbeinendur með möguleika leiklistar í tengslum við kennslu í sjálfbærni og tengja við markmið UN. Vonandi fá kennarar hér ferskar hugmyndir að vinnu með sjálfbærni.
Þann 1. október næstkomandi verða þau Ólafur Guðmundsson og Vigdís Gunnarsdóttir leikarar og leiklistarkennarar með vinnusmiðju í Hagaskóla. Vinnusmiðjan heitir Verkfærakistan og munu þau fara í alls konar leiki sem nýtast í kennslu á öllum skólastigum og í leiklistarkennslu.
Námskeiðið hefst kl. 19:30 og er til 22:00 og fer skráning fram á Faebook síðu FLÍSS og á netfangið fliss@fliss.is
Ólafur Guðmundsson og Vigdís Gunnarsdóttir verða með vinnusmiðjuna Verkfærakistan þann 1. október kl. 19:30 – 22:00. Verkfærakistan er ætlað grunnskólakennurum og hentar öllum aldri. Vinnusmiðjan verður í leiklistarstofunni í Hagaskóla.
Farið verður í alls konar leiki sem nýtast í kennslu.
Það er mikið rætt um umhverfismál þessa dagana og það er eitt af því sem við eigum að vera að leggja áherslu á í skólastarfi.
Þann 29.ágúst næstkomandi bíður FLÍSS (Félag um leiklist í skólastarfi) upp á mjög áhugaverða vinnusmiðju um náttúru- og umhverfismál með áherslu á sjálfbærni.
Vinnusmiðjan verður kl. 19:30 í Hagaskóla og kostar aðeins 3000kr, en félagar í FLÍSS þurfa ekki að greiða fyrir hana.
Þið skráið ykkur með því að senda póst á fliss@fliss.is
Frekari upplýsingar:
Ruslaskrímslið, er það komið til að vera?
Unnið verður með aðferðum leiklistar en markmið verkefnisins er að efla umhverfisvitund meðal grunnskólanema Hlutverk kennara er að búa til aðstæður þar sem nemendur fá tækifæri til að skapa, túlka og tjá eigin hugmyndir og annarra.
Ruslaskrímslið, er það komið til að vera? er heildrænt leikferli sem Ása Helga Ragnarsdóttir og Rannveig Björk Þorkelsdóttir hafa samið með það í huga að efla þekkingu nemenda á náttúru- og umhverfisvernd með áherslu á sjálfbærni. Eitt af markmiðum umhverfismenntar er að efla umhverfisvitund fólks og er skilgreint með því að segja að í því felist umhyggja fyrir umhverfi sínu og hæfileiki til að greina samhengi mannlegra athafna og náttúru.
Með ólíkum aðferðum leiklistar er unnið með umhverfisvernd og sjálfbærni, nemendur hitta ruslaskrímsli, þeir reyna að losna við skrímslið á sinn hátt og finna sínar eigin lausnir á umhverfismálum. Þeir taka á sig ábyrgð og leita lausna á vandamálum sem upp koma út frá þekkingaröflun og eigin reynsluheimi.
Vinnusmiðjan hentar öllum kennurum sem hafa áhuga á umhverfismennt alls ekki bara þeim sem eru vanir að vinna með leiklist. Við hvetjum ykkur sérstaklega til þess að fara út fyrir þægindarammann og prófa nýjar leiðir í kennslu