Aðalfundur
Aðalfundur Flíss var haldinn þann 11. nóvember með rafrænu sniði. Hér má sjá skýrslu formanns. Skýrsla formanns 2020
Aðalfundur Flíss var haldinn þann 11. nóvember með rafrænu sniði. Hér má sjá skýrslu formanns. Skýrsla formanns 2020
Skýrslu formanns má sjá í viðhengi.
FLÍSS, félag um leiklist í skólastarfi, blæs til vinnusmiðju mánudaginn 25. nóvember. Vinnusmiðjan verður í Hagaskóla og hefst klukkan 19.00. Vinnusmiðjan kostar aðeins þrjú þúsund krónur, en félagar í FLÍSS þurfa ekki að greiða fyrir hana. Hægt er að ganga í félagið á staðnum ef þess er óskað.
Leiðbeinendur eru norsku leiklistarkennararnir: Mette Böe Lyngstad, Tone Stangeland og Silje Birgitte Folkedal.
Mikið er rætt um umhverfismál þessa dagana og það er eitt af því sem æskilegt er að leggja áherslu á í skólastarfi. Í þessari vinnusmiðju er unnið með leiklist í kennslu í tengslum við sjálfbærni. Vinnusmiðjan er ætluð kennurum á mið- og unglingastigi. Kennt verður á ensku.
Leiklist er list augnabliksins segir í Aðalnámskrá grunnskóla (2011). Leiklistarkennsla
getur tekist á við þau mál sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni og brenna á nemendum svo sem sjálfbærni. Þannig skerpist samfélagsvitund nemenda og þeir virkjast til lýðræðislegrar þátttöku. Í vinnusmiðjunni vinna leiðbeinendur með möguleika leiklistar í tengslum við kennslu í sjálfbærni og tengja við markmið UN. Vonandi fá kennarar hér ferskar hugmyndir að vinnu með sjálfbærni.
Þið skráið ykkur með því að senda póst á fliss@fliss.is
Hittumst hress og kát þann 25. nóvember!
Leiklist – afl til menntunar
Þann 19. nóvember næstkomandi stendur FLÍSS, félag um leiklist í skólastarfi fyrir málþingi um mikilvægi leiklistar í skólastarfi. Síðasta vetur kannaði FLÍSS stöðu leiklistarkennslu í skólum á Íslandi. Á málþinginu mun Ása Helga Ragnarsdóttir formaður FLÍSS fara yfir niðurstöður þeirrar könnunar en það er ljóst að staðan er ekki ásættanleg.
Markmið málþingsins er að ná til skólastjórnenda um mikilvægi þess að auka vægi leiklistar í skólastarfi eins og námskráin segir til um. Við hvetjum því skólastjórnendur og kennara og aðra sem hafa áhuga á efninu að koma og kynna sér málið betur og taka þátt í þessari umræðu með okkur. Málþingið verður Í IÐNÓ, þriðudaginn 19.nóvember kl. 17.00 – 19.00
Dagskrá málþingsins
Stjórn FLÍSS bíður gest velkomna.
Ása Helga Ragnarsdóttir, leiklistarkennari: Hvert stefnum við? Staða leiklistarkennslu í grunnskólum landsins.
Ásgeir Beinteinsson, fyrrum skólastjóri Háteigsskóla: Krunkar hermikrákan – sjálf?
Jóhannes Nordal Eggertsson, nemandi í MH: Æska mín í leiklist.
Una Ragnarsdóttir, nemendi í 10.bekk Hagaskóla syngur lag úr Mary Poppins sem skólinn setti upp á síðasta vetri.
Rannveig Þorkelsdóttir, leiklistarkennari: “Í leiklist getur maður verið maður sjálfur og þú þarft ekki að sitja allan tímann”.
Freyja Kristinsdóttir nemandi í 10. bekk Hagaskóla: Hvernig ég fann “mig” í leiklist.
Starkaður Pétursson, leiklistarnemi: Örlög eða nám?
Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona: Hvernig leiklistin bjargaði lífi mínu.
Spunaatriði frá nemendum.
Spurningar úr sal.
Þann 1. október næstkomandi verða þau Ólafur Guðmundsson og Vigdís Gunnarsdóttir leikarar og leiklistarkennarar með vinnusmiðju í Hagaskóla. Vinnusmiðjan heitir Verkfærakistan og munu þau fara í alls konar leiki sem nýtast í kennslu á öllum skólastigum og í leiklistarkennslu.
Námskeiðið hefst kl. 19:30 og er til 22:00 og fer skráning fram á Faebook síðu FLÍSS og á netfangið fliss@fliss.is
Ólafur Guðmundsson og Vigdís Gunnarsdóttir verða með vinnusmiðjuna Verkfærakistan þann 1. október kl. 19:30 – 22:00. Verkfærakistan er ætlað grunnskólakennurum og hentar öllum aldri. Vinnusmiðjan verður í leiklistarstofunni í Hagaskóla.
Farið verður í alls konar leiki sem nýtast í kennslu.