16.08.2017 | FRÉTTIR
Menningarlandið 2017 – ráðstefna um barnamenningu, verður haldin í menningarhúsinu Bergi, Dalvík 13. – 14. september 2017.
Megintilgangur ráðstefnunnar verður að fjalla um barnamenningu og mikilvægi menningaruppeldis eins og menningarstefna stjórnvalda frá 2013 leggur áherslu á.
Áhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum og er markhópurinn starfandi listamenn, liststofnanir, söfn og aðrir aðilar sem sinna barnamenningu.
Aðalfyrirlesari er Tamsin Ace frá menningarmiðstöðinni Southbank Centre í London.
Nánari upplýsingar arnfridur.valdimarsdottir@mrn.is
14.08.2017 | FRÉTTIR
Drama Boreale er Norræn ráðstefna um leiklistarkennslu þar sem helstu fræðimenn Norðulandanna koma saman og ráða ráðum sínum. FLISS er hluti að Norrænu samfélagi Drama Boreale. Boðið er upp á fyrirlestra, vinnusmiðjur og margt fleira. Fylgist með á heimasíðu ráðstefnunnar:
http://socav.gu.se/forskning/drama-boreale-2018
14.08.2017 | FRÉTTIR
Spennandi alþjóðleg ráðstefna í Hörpunni 30. ágúst – 2. sept.
International Symposium on Performance Science (ISPS),
http://www.performancescience.org/ISPS2017/
11.10.2016 | FRÉTTIR
Kæru félagar
Aðalfundur FLISS verður haldinn miðvikudaginn 12. október 2016 í húsnæði Félags íslenskra leikara, Lindargötu 6, 101 Reykjavík kl. 20.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf skv. 5. gr. laga FLISS.
Félagar eru minntir á að greiða gjaldfallin félagsgjöld sín fyrir aðalfund.
Við viljum hvetja félagsmenn til að mæta til fundarins og leggja þannig sitt af mörkum til að efla félagið.