Spunanámskeið frá Improv Ísland helgina 27. -29. apríl

IMG_5354IMG_5370Kæru félagar

Einstakt tækifæri!

Helgina 27. – 29. apríl býður Flíss upp á námskeið í Haraldinum.

Á þessu spunanámskeiði verður farið ofan í þær grunnreglur spuna sem tengjast spunatækni sem uppruninn er frá Chicago í Bandaríkjunum. Áhersla verður lögð á leikgleði, hlustun, samvinnu og leitað er leiða til að sleppa allri ritskoðun í spuna.

Kennari á námskeiðinu verður Bjarni Snæbjörnsson leikari og leiklistarkennari. Bjarni lauk leikaranámi með BFA gráðu frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands 2007. Árið 2015 lauk hann MA gráðu í listkennslu frá LHÍ.

Bjarni hefur leikið í fjölmörgum verkum m.a. hjá Borgarleikhúsinu, hjá Leikfélagi Akureyrar og í Þjóðleikhúsinu þar sem hann tekur þátt í sýningunni slá í gegn um þessar mundir.

Bjarni hefur verið hluti af sýningarhópi Improv Ísland frá upphafi og æft spuna í 4 ár.

Námskeiðið verður haldið í sal Hagaskóla og kennt verður á þessum tíma:
Föstudaginn 27. apríl kl. 18.00 – 21.00
Laugardaginn 28. apríl kl 9.00 – 15.00
Sunnudaginn 29. apríl kl 10.00 – 13.00

Verð:
Félagar í Flíss – 6.000 kr
Aðrir – 10.000 kr

Takmarkaður fjöldi kemst á námskeiðið, þú skráir þig með því að senda póst á fliss@fliss.isNo automatic alt text available.

Menningarlandið 2017 – ráðstefna um barnamenningu, Dalvík 13.-14. sept. 2017

Menningarlandið 2017 – ráðstefna um barnamenningu, Dalvík 13.-14. sept. 2017

Menningarlandið 2017 – ráðstefna um barnamenningu, verður haldin  í menningarhúsinu Bergi, Dalvík 13. – 14. september 2017.

Megintilgangur ráðstefnunnar verður að fjalla um barnamenningu og mikilvægi menningaruppeldis eins og menningarstefna stjórnvalda frá 2013 leggur áherslu á.

Áhersla er lögð á menningu fyrir börn og menningu með börnum og er markhópurinn starfandi listamenn, liststofnanir, söfn og aðrir aðilar sem sinna barnamenningu.

Aðalfyrirlesari er Tamsin Ace frá menningarmiðstöðinni Southbank Centre í London.

Nánari upplýsingar arnfridur.valdimarsdottir@mrn.is

Drama Boreale 2018 í Gautaborg 6.-10. ágúst 2018

Drama Boreale 2018 í Gautaborg 6.-10. ágúst 2018

Drama Boreale  er Norræn ráðstefna um leiklistarkennslu þar sem helstu fræðimenn Norðulandanna koma saman og ráða ráðum sínum. FLISS er hluti að Norrænu samfélagi Drama Boreale. Boðið er upp á fyrirlestra, vinnusmiðjur og margt fleira. Fylgist með á heimasíðu ráðstefnunnar:

http://socav.gu.se/forskning/drama-boreale-2018

Pin It on Pinterest