Vinnusmiðja 29. ágúst

Mynd frá Sigga Birna Valsdóttir.

Kæru kennarar,

Það er mikið rætt um umhverfismál þessa dagana og það er eitt af því sem við eigum að vera að leggja áherslu á í skólastarfi.

Þann 29.ágúst næstkomandi bíður FLÍSS (Félag um leiklist í skólastarfi) upp á mjög áhugaverða vinnusmiðju um náttúru- og umhverfismál með áherslu á sjálfbærni.

Vinnusmiðjan verður kl. 19:30 í Hagaskóla og kostar aðeins 3000kr, en félagar í FLÍSS þurfa ekki að greiða fyrir hana.

Þið skráið ykkur með því að senda póst á fliss@fliss.is

Frekari upplýsingar:

Ruslaskrímslið, er það komið til að vera?

Unnið verður með aðferðum leiklistar en markmið verkefnisins er að efla umhverfisvitund meðal grunnskólanema Hlutverk kennara er að búa til aðstæður þar sem nemendur fá tækifæri til að skapa, túlka og tjá eigin hugmyndir og annarra.

Ruslaskrímslið, er það komið til að vera? er heildrænt leikferli sem Ása Helga Ragnarsdóttir og Rannveig Björk Þorkelsdóttir hafa samið með það í huga að efla þekkingu nemenda á náttúru- og umhverfisvernd með áherslu á sjálfbærni. Eitt af markmiðum umhverfismenntar er að efla umhverfisvitund fólks og er skilgreint með því að segja að í því felist umhyggja fyrir umhverfi sínu og hæfileiki til að greina samhengi mannlegra athafna og náttúru.

Með ólíkum aðferðum leiklistar er unnið með umhverfisvernd og sjálfbærni, nemendur hitta ruslaskrímsli, þeir reyna að losna við skrímslið á sinn hátt og finna sínar eigin lausnir á umhverfismálum.
Þeir taka á sig ábyrgð og leita lausna á vandamálum sem upp koma út frá þekkingaröflun og eigin reynsluheimi.

Vinnusmiðjan hentar öllum kennurum sem hafa áhuga á umhverfismennt alls ekki bara þeim sem eru vanir að vinna með leiklist. Við hvetjum ykkur sérstaklega til þess að fara út fyrir þægindarammann og prófa nýjar leiðir í kennslu

Einstök vinnusmiðja með Tim Taylor

Related image
Image result for FLÍSS logo

 

                   
FLÍSS kynnir  …                                 einstaka vinnusmiðju með leiklistarkennaranumTim Taylor          

Höfundar bókarinnar „A beguinners guide to The Mantle of the expert“ á íslensku: Sérfræðingskápan

Kennsluaðferðin hefur slegið í gegn bæði hjá kennurum og nemendum

og reynir á sjálfstæð vinnubrögð og virkni nemenda í eigin námi.

Bók hans hefur farið sigurför um heiminn og hefur reynst vel til að virkja nemendur í alls kyns vinnu.

Tim er með 25 ára reynslu af kennslu víða um heim.

Laugardaginn 16. febrúar

Hagaskóla

Kl. 09:00 – 16:00

Kostar aðeins 5000 krónur og greiðist inn á

513-26-620506 Kt. 620506-1250

Vinnusmiðjan nýtist öllum starfandi kennurum, sérstaklega á mið- og unglingastigi grunnskóla

sérfræðingskápan er sérstaklega vel til þess fallin að nota í auknum mæli í skólastarfi en erlendar rannsóknir á notkun aðferðarinnar benda til að hún stuðli m.a. að auknum áhuga og ánægju nemenda í skólastarfi

 ekki bara leiklistarkennurum heldur öllum kennurum

Vinnusmiðja sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara

Aðalfundurinn

Í gær var aðalfundurinn haldinn og var fámennt en góðmennt. Félagsmenn höfðu frá mörgu að segja er varðar erlent samstarf, ráðstefnur og vinnusmiðjur. Stjórnin heldur sér óbreytt næsta ár og kosið verður um nýja stjórn á næsta aðalfundi

46785542_269027620391623_4155432132199579648_n 46514523_2176777852372854_2077598826377510912_n 46505947_1047307548782079_8549666292892696576_n

Aðalfundur 22. nóvember

Kæru félagar.

Aðalfundur FLISS verður haldinn fimmtudaginn 22.nóvember. nk. kl. 20.00 að
Lindargötu 6 (í FIL húsinu).

Að loknum almennum aðalfundastörfum fáum við kynningar frá nokkrum félögum í FLÍSS sem hafa farið á ráðstefnur eða fundi erlendis á síðustu mánuðum t.d. í Nýja Sjálandi og Svíþjóð.

Á fundinum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar og við vonum innilega að sem flestir mæti og eigi með okkur skemmtilega kvöldstund.

Pin It on Pinterest