Vinnusmiðja 25. nóvember

FLÍSS, félag um leiklist í skólastarfi, blæs til vinnusmiðju mánudaginn  25. nóvember. Vinnusmiðjan verður í Hagaskóla og hefst klukkan 19.00. Vinnusmiðjan kostar aðeins þrjú þúsund krónur, en félagar í FLÍSS þurfa ekki að greiða fyrir hana. Hægt er að ganga í félagið á staðnum ef þess er óskað.

Leiðbeinendur eru norsku leiklistarkennararnir: Mette Böe Lyngstad, Tone Stangeland  og Silje Birgitte Folkedal.

 

Mikið er rætt um umhverfismál þessa dagana og það er eitt af því sem æskilegt er að leggja áherslu á í skólastarfi. Í þessari vinnusmiðju er unnið með leiklist í kennslu í tengslum við sjálfbærni. Vinnusmiðjan er ætluð kennurum á mið- og unglingastigi. Kennt verður á ensku.

Leiklist er list augnabliksins segir í Aðalnámskrá grunnskóla (2011).  Leiklistarkennsla

getur tekist á við þau mál sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni og brenna á nemendum svo sem sjálfbærni. Þannig skerpist samfélagsvitund nemenda og þeir virkjast til lýðræðislegrar þátttöku. Í vinnusmiðjunni vinna leiðbeinendur með möguleika leiklistar í tengslum við kennslu í sjálfbærni og tengja við markmið UN. Vonandi fá kennarar hér ferskar hugmyndir að vinnu með sjálfbærni.

Þið skráið ykkur með því að senda póst á fliss@fliss.is

Hittumst hress og kát þann 25. nóvember!

Verkfærakistan

Þann 1. október næstkomandi verða þau Ólafur Guðmundsson og Vigdís Gunnarsdóttir leikarar og leiklistarkennarar með vinnusmiðju í Hagaskóla. Vinnusmiðjan heitir Verkfærakistan og munu þau fara í alls konar leiki sem nýtast í kennslu á öllum skólastigum og í leiklistarkennslu.

Námskeiðið hefst kl. 19:30 og er til 22:00 og fer skráning fram á Faebook síðu FLÍSS og á netfangið fliss@fliss.is

Vinnusmiðja 1. október

Ólafur Guðmundsson og Vigdís Gunnarsdóttir verða með vinnusmiðjuna Verkfærakistan þann 1. október kl. 19:30 22:00. Verkfærakistan er ætlað grunnskólakennurum og hentar öllum aldri. Vinnusmiðjan verður í leiklistarstofunni í Hagaskóla.

Farið verður í alls konar leiki sem nýtast í kennslu.

Pin It on Pinterest